í rafmagnsleysinu

Ég bý austur á Fljótsdalshéraði og rek kúabú þannig að rafmagnsleysi getur skapað talsverð vandamál. Við höfum setið hér í rafmagnsleysi meira og minna frá því kl.  fjögur í dag. Svo heppin að hafa battaríisútvarp og erum búin að vera að hlusta eftir fréttum af þessu rafmagnsleysi hér. Svona að velta því fyrir okkur hvort við þurfum að fara að gera einhverjar ráðstafanir ef þetta skyldi standa mjög lengi. Það er voða gott í svona tilvikum að fá einhverjar fréttir svo maður viti eitthvað um það hvað er að gerast og hvaða ráðstafanir þarf hugsanlega að gera. Manni þætti eðlilegt að heyra eitthvað af þessu í öryggistæki okkar - útvarpi allra landsmanna. En nei þar heyrði maður EKKERT -  ekki bofs um rafmagnsleysi á austurlandi. Frekar slappt öryggistæki.  mbl.is klikkaði þó ekki. Einu fréttirnar sem við náðum  þegar rafmagnið hrökk inn svolitla stund voru þar. Ég skora á RUV að athuga sinn gang - öryggisnetið hlýtur að þurfa að ná um allt land.


mbl.is „Munum varla eftir öðru eins"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Vigdís - RÚV getur aldrei þjónað öryggisþörfum allra landsmanna einfaldlega af því að stöðin er í Reykjavík. Útvarp Reykjavík er og verður útvarp Reykvíkinga fyrst og fremst. Það sést best á því að starfsstöðvar þess í öðrum landshlutum eru kölluð útibú. 

Þetta mun ekki breytast fyrr en grundvallarbreytingar verða gerðar á fyrirkomulagi almannaútvarps í landinu. Sjá t.d. pistla sem ég hef skrifað undir efnisflokknum 'Ríkisútvarpið' á bloggsíðunni minni.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 31.12.2007 kl. 00:11

2 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Smá leiðrétting hér. Útvarpið úti á landi er kallað 'Svæðisútvarp' eða 'deild' en ekki 'útibú' eins og ég skrifaði hér að ofan. Rekstur þeirra og fyrirkomulag ber samt með sér að um er að ræða útibú eða hjáleigur frá aðalstöðinni í Reykjavík.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 31.12.2007 kl. 00:15

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ragnar þetta er bara þvæla í þér víst getur RÚV þetta......þetta er spurning um vilja

Einar Bragi Bragason., 31.12.2007 kl. 00:28

4 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Einar: Að vilja eða að geta - ekki skal ég þræta um hvort orðið er betra í þessu sambandi trúlega er það rétt hjá þér að sögnin að vilja sé heppilegri þarna. Aðalatriði málsins er að hlutirnir gerast ekki eins og boðað hefur verið. Öryggishlutverkinu er ekki sinnt sem skyldi því nauðsynleg uppbygging hefur ekki átt sér stað úti á landi. Ríkisútvarpið er  fyrst og fremst fyrst og fremst borgarútvarp ríkisins með útstöðvum úti á landi.  Ég vísa enn og aftur á pistlana í efnismöppunni hjá mér þar sem ég legg til ákveðnar skipulagsbreytingar á almannaútvarpinu, þ.e. hvernig þeim fjármunum sem ríkið setur í almannaútvarp og menningarstarfsemi er best varið- að mínu mati. Ég bendi þar sérstaklega á pistil þar sem sagt er frá jarðskjálfta í Ingólfsfjalli sem RÚV minntist ekki einu orði á í kvöldfréttum - og þó skjálftinn hefði fundist vel á Selfossi.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 1.1.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband