í rafmagnsleysinu

Ég bý austur á Fljótsdalshéraði og rek kúabú þannig að rafmagnsleysi getur skapað talsverð vandamál. Við höfum setið hér í rafmagnsleysi meira og minna frá því kl.  fjögur í dag. Svo heppin að hafa battaríisútvarp og erum búin að vera að hlusta eftir fréttum af þessu rafmagnsleysi hér. Svona að velta því fyrir okkur hvort við þurfum að fara að gera einhverjar ráðstafanir ef þetta skyldi standa mjög lengi. Það er voða gott í svona tilvikum að fá einhverjar fréttir svo maður viti eitthvað um það hvað er að gerast og hvaða ráðstafanir þarf hugsanlega að gera. Manni þætti eðlilegt að heyra eitthvað af þessu í öryggistæki okkar - útvarpi allra landsmanna. En nei þar heyrði maður EKKERT -  ekki bofs um rafmagnsleysi á austurlandi. Frekar slappt öryggistæki.  mbl.is klikkaði þó ekki. Einu fréttirnar sem við náðum  þegar rafmagnið hrökk inn svolitla stund voru þar. Ég skora á RUV að athuga sinn gang - öryggisnetið hlýtur að þurfa að ná um allt land.


mbl.is „Munum varla eftir öðru eins"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband